Sumarlestur 2024

Bókasafn Reykjanesbæjar stendur árlega fyrir sumarlestri þar sem grunnskólanemendur eru hvattir til lesturs yfir sumartímann. Á föstudaginn var uppskeruhátíð á bókasafninu og veitt voru verðlaun til þriggja efstu skólanna sem lásu flestar bækur í sumar. Samtals lásu nemendur í Reykjanesbæ 1.540 bækur í sumar. Nemendur Háaleitisskóla lásu flestar bækur, eða 355 bækur og hlutu 1. sætið. Heiðarskóli var í 2. sæti og lásu nemendur 351 bók. Nemendur Holtaskóla lásu alls 248 bækur og hrepptu 3. sætið. 

Til hamingju Háaleitisskóli og Heiðarskóli og til hamingju Holtaskóli!