Tæknidagurinn

Tæknidagurinn er skipulagður á morgun, föstudaginn 1. nóvember. Skólastarf stendur milli kl. 08:10 og 11:15, nemendur mæta því samkvæmt stundaskrá. Hádegismatur verður matreiddur áður en nemendur halda heim, dýrindis grjónagrautur með slátri og smurðu brauði, Graskersmauksúpa fyrir þá sem vilja. Frístund er opin.

Tæknidagur fer fram í fyrsta skipti og er undirritaður mjög spenntur. Ákveðið var að bjóða nemendum upp á kynningar, sem og "hands on" verkefni. Nokkur fyrirtæki hafa lagt okkur lið og erum við gífurlega þakkláta fyrir það. Keilir verður með kynningu á tölvuleikjagerð og karaktersköpun í tölvuleikjum, nokkrir tæknigúrúar frá Isavia koma með skemmtilega hluti, rafvirkjadeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja verða með verkefni, tölvuleikjafyrirtækið Directivegames ætla að kynna fyrir okkur tölvuleiki sem eru í hönnun og leyfa nemendum að prufa, og margt margt fleira. Virkilega spennandi dagskrá sem að nemendur taka vonandi vel í ;-)

Hafið þið það sem allra best - njótið helgarinnar ;-)