Upphaf skólaárs II

Kæru foreldrar/forráðamenn,

Mánudaginn 24. ágúst hefst nýtt skólaár. Hér koma nokkur skilaboð sem nauðsynlegt er að lesa yfir.

  • Í ljós aðstæðna biðlum við til foreldra að allir nemendur sem eru í 5. - 10. bekk verði með pennaveski eða hólk til að geyma ritföng. Nemendur í 1. - 4. bekk verða með körfu í skólastofunni til að geyma sín ritföng.

 

  • Skráning í mataráskrift hjá Skólamat hefst 24. ágúst og nemendur sem ætla sér að vera í mat fá að sjálfsögðu að borða á mánudaginn, þrátt fyrir að skráningin verði ekki komin. Allar upplýsingar frá Skólamati um skráningu og fleira má finna í viðhengi sem fylgir þessum pósti.

 

  • Skipulag sund og leikfimi má finna í viðhengi sem fylgir þessum pósti. Þess má geta að sund- og íþróttakennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst kl. 08:50.

 

  • Sökum heimsfaraldurs biðjum við foreldra að takmarka heimsóknir sínar í skólahúsnæðið nema ef þið eruð sérstaklega boðuð eða hafið óskað eftir viðtali við kennara/skólastjórnendur. Það á þó ekki við foreldra/forráðamenn nemenda sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk þar sem við vitum að fylgd getur verið nauðsynleg fyrstu dagana. Biðlum við til foreldra/forráðamenn að koma aðeins einn með hverju barni og gæta uppá fjarlægðarmörk við aðra fullorðna í rýminu.


Hér í skólanum er allt tilbúið fyrir upphaf skólaársins 2020-2021 og mikil tilhlökkun að taka á móti nemendum eftir sumarfrí. Munum að huga vel að líðan okkar allra, líkama og sál.
Með kveðju og von um frábært komandi skólaár,
Starfsfólk Holtaskóla