Á fimmtudaginn 9. maí er uppstigningardagur og því skólinn lokaður og engin frístund. Á föstudaginn 10. maí er útivistardagur og er hann skertur nemendadagur. Nemendur mæta kl. 8:30 og lýkur deginum kl. 10:30. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
1.-3. bekkur mætir í bekkjarstofur og fer í skrúðgarðinn í leikjastöðvar og þrautir.
4.-6. bekkur mætir í bekkjarstofur og fer á þrautabrautasvæðið í Njarðvík.
7.-10. bekkur mætir við sundlaugina og fara þau í sund og í heimsókn í Duus safnahús.
Þar sem nemendur verða úti er mikilvægt að allir komi klæddir eftir veðri.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is