Vinningshafar í jólalestrarbingó Holtaskóla

Læsisteymi Holtaskóla sendi jólalestrarbingó heim með nemendum fyrir jólafrí. Þeir nemendur sem fylltu alla reitina í bingóinu fóru í pott og var einn heppinn vinningshafi  dreginn út í hverjum árgangi. Miklum fjölda bingóspjalda var skilað inn í 1.-6. bekk og var ánægjulegt að sjá hvað nemendur voru duglegir að lesa um jólin. Fimmtudaginn 30. janúar gengu Helga Hildur skólastjóri og Sigrún Huld aðstoðarskólastjóri í stofur og afhentu vinningana. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og hvetjum öll til að vera áfram dugleg að lesa.

Vinningshafar:

1. bekkur - Dóróthea Þórisdóttir

2. bekkur - Jórunn Ásta Guðmundsdóttir

3. bekkur - Vanessa Socha

4. bekkur - Sigurður Dominik Svavarsson

5. bekkur - Guðrún Elísabet Vignisdóttir

6. bekkur - Hilmar Geir Geirsson