Í dag var haldin vorhátíð Holtaskóla við mikla gleði bæði nemenda og starfsmanna. Veltibíllinn mætti á svæðið auk þess sem það voru hoppukastalar, sápubraut, snúsnú, sápukúlugerð, húllahringir, beltagrafa, körfubolti, hringjavitleysa, teygjutvist og settur var upp gagaball völlur. Sirkus Íslands mætti og skemmti nemendum með nokkrum skemmtiatriðum og Regnbogahlaupið var á sínum stað. Slökkviliðið mætti og lét rigna á meðan nemendum störtuðu hlaupinu á fyrstu stöðinni. Það voru glaðir og skrautlegir nemendur sem gæddu sér á grilluðum pylsum og svala í lok hátíðarinnar.
Þökkum nemendum, starfsmönnum og slökkviliðinu fyrir frábæran dag!
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is