28.02.2020
Lífshlaupið er haldið árlega og er markmið þess að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni og auka hana eins og kostur er. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Starfsmenn Holtaskóla hafa tekið þátt í keppninni á hverjum ári með góðum árangri enda metnaðarfullt og kraftmikið starfsfólk í Holtaskóla. Í ár var keppnin hörð og mjótt á mununum. Starfsmenn skólans urðu í 2. sæti í flokki þeirra vinnustaða með 30-69 starfsmenn og fengu silfrið fyrir bæði fjölda daga og fjölda mínútna. Þeir Axel Ingi Auðunsson og Þorbergur Jónsson fóru og veittu verðlaunum viðtöku fyrir hönd skólans. Við erum afar stolt af okkar fólkiog óskum öllu starfsfólki skólans til hamingju!
Lesa meira
28.02.2020
Í morgun var haldin skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar hér í Holtaskóla. Tíu nemendur úr 7. bekk kepptu til úrslita og stóðu tveir þeirra uppi sem sigurvegarar og munu keppa fyrir hönd skólans í Bergi, Hljómahöll þann 11. mars. Allir nemendur sem kepptu til úrslita hafa lagt mikla vinnu og elju í undirbúning og sást það glögglega á öruggum og hljómgóðum upplestri. Þær Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Hrafnhildur Hilmarsdóttir og Guðlaug María Lewis voru dómarar. Hörð keppni var á milli nemenda og starf dómara vandasamt. Á meðan dómarar sinntu sínum störfum spilaði Eva Kristín Karlsdóttir á píanó. Að lokum stóðu þau Margrét Júlía Jóhannsdóttir og Kári Kjartansson í 7. VR uppi sem sigurvegarar. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim keppa fyrir hönd skólans þegar skólar í Reykjanesbæ mætast í mars.
Lesa meira
27.02.2020
Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á öskudaginn hér í Holtaskóla. Allskyns kynja- og furðuverur voru á ferli og gaman að sjá hugmyndaflug nemenda þegar kom að búningavali og -hönnun. Unglingastigið skemmti sér við að keppa í "minute to win it" þrautum, og mið- og yngsta stig skemmtu sér á fjölbreyttum og áhugaverðum stöðvum. Skóladagurinn endaði á því að veitt voru verðlaun á mið- og elsta stigi m.a. fyrir flottasta hópinn, tvíeykið, búninginn, frumlegasta búninginn, krúttlegasta búninginn svo eitthvað sem talið upp.
Lesa meira
20.02.2020
Á morgun föstudaginn 21. febrúar er skertur skóladagur hjá nemendum og lýkur kennslu kl. 11:15. Hádegismatur verður í boði fyrir þá sem eru í áskrift.
Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur sem einnig er skertur skóladagur og lýkur kennslu kl. 09:30. Að sjálfsögðu mæta allir í búning með öllu tilheyrandi í skólann þennan dag.
Frístund er opin báða þessa daga fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Lesa meira
17.02.2020
Árlega stendur Mjólkursamsalan fyrir teiknisamkeppni og er öllum nemendum í 4. bekk boðið að taka þátt. Í ár eigum við í Holtaskóla einn af tíu vinningshöfunum og er það hún Telma Lind Hákonardóttir í 4. HRJ.
Lesa meira
13.02.2020
Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Because of bad weather there is no school on the 14th of February.
Lesa meira
13.02.2020
Þar sem veðurspá er mjög slæm fyrir morgundaginn (föstudaginn 14. febrúar) þá biðjum við foreldra/forráðamenn að fylgjast vel með veðri og veðurspám.
Lesa meira
11.02.2020
Kæru foreldrar/forráðamenn.
Á morgun miðvikudag er starfsdagur í Holtaskóla og þ.a.l. enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið lokað.
Lesa meira
23.01.2020
Ágætu foreldrar og nemendur Holtaskóla
Menntamálastofnun hefur nú lokið ytra mati á starfi skólans sem unnið er fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Niðurstöður birtast í opinberri skýrslu sem birt er á heimasíðu Menntamálastofnunar og má finna hér.
Lesa meira
13.01.2020
Bjarni Fritzson kíkti í heimsókn til okkar og spjallaði við nemendur úr 5. 6. og 7. bekk.
Lesa meira