Starfsdagur föstudaginn 22. maí

Starfsdagur verður í Holtaskóla föstudaginn 22. maí og þ.a.l. enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið lokað. Dagurinn verður nýttur í vinnu við námsmat vetrarins.
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf 4. maí

Kæru foreldrar/forráðamenn Hefðbundið skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. maí. Inn á vef Stjórnarráðs má finna spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna. Við hvetjum foreldra til að kynna sér vefinn ef einhverjar spurningar eru en hægt er að smella hér.
Lesa meira

Hetjan mín ert þú

Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókin Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókin er ókeypis á netinu
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Á morgun, fimmtudaginn 23. apríl, er sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli þann dag. Starfsmenn Holtaskóla óska foreldrum, forráðamönnum og nemendum gleðilegs sumars.
Lesa meira

Skilaboð til foreldra

Samhæfingarmiðstöð almannavarna hefur fengið ábendingu um að hópamyndum unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hefur verið að aukast.
Lesa meira

Skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021

Skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021 hefur verið samþykkt af skólaráði og fræðsluráði.
Lesa meira

Síðasta vika fyrir páskafrí

Nú eru liðnar þrjár vikur frá því samkomubann var sett á og skólahaldi breytt. Framundan er páskafrí sem hefst mánudaginn 6. apríl. Nú er ljóst er að skóli verður áfram með óhefðbundnu sniði þar sem samkomubann hefur verið framlengt til 4. maí. Samþykkt var á fundi fræðsluráðs í morgun að skólarnir fengju starfsdag þriðjudaginn 14. apríl og verður hann nýttur til undirbúnings og skipulags. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Fræðsluefni og símaráðgjöf

Sálfræðingar á fræðslusviði hafa útbúið hagnýtt efni fyrir foreldra undir yfirskriftinni Að takast á við óvissutíma.
Lesa meira

Starfsdagur 14. apríl 2020

Samþykkt var á fræðsluráðsfundi núna í morgun að hafa starfsdag í grunnskólum Reykjanesbæjar þriðjudaginn 14. apríl. Hann verður nýttur til þess að endurskipuleggja skólastarfið og hópaskiptingu nemenda með tilliti til reynslunnar undanfarnar vikur, sérstaklega til að huga að skipulagi á fjarnámi eldri nemenda og til að ræða um fyrirkomulag námsmats með mögulega breyttu sniði.
Lesa meira

Skólastarf í Holtaskóla

Þá er vika tvö liðin undir lok frá því að samkomubann var sett á í landinu. Skipulag hefur gengið vonum framar og nemendur hafa tekist á við fjölbreytt verkefni hér í skólanum. Við látum hér fylgja með myndir frá síðustu dögum.
Lesa meira