Skipulagsdagur 2. nóvember 2020

Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum.
Lesa meira

Umbun hjá 6. EKE

Holtaskóli er PBS skóli og nemendur geta fengið umbun fyrir jákvæða hegðun. Hver bekkur getur svo saman unnið sér inn stóra umbun fyrir að sýna dugnað, góða og jákvæða hegðun. Nemendur í 6. EKE hafa verið duglegir í þessu verkefni og í gær var komið að umbun. Þau höfðu valið sér kósý dag og mættu allir með góðgæti og horfðu saman á mynd.
Lesa meira

Andlát – Ella H. Fuglö Hlöðversdóttir

Ella Hlö starfsmaður Holtaskóla lést sunnudaginn 18. október eftir stutt veikindi.
Lesa meira

Hertar takmarkanir vegna Covid-19

Í ljósi hertra takmarkanna vegna Covid-19 biðjum við foreldra/forráðamenn um að koma ekki inn í skólann nema erindið sé brýnt eða ef þið eigið bókaðan fund og ber þá að virða 1m regluna og/eða grímuskyldu. Förum varlega og stöndum saman um að passa upp á sóttvarnir.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram föstudaginn 18. september. Gífurleg góð þátttaka var hjá okkar nemendum en hlaupið var í nærumhverfi skólans.
Lesa meira

List fyrir alla

Nemendur í 1.-4. bekk fengum heimsókn í dag frá listahópnum Dúó Stemma, sem er hluti af List fyrir alla.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fer fram föstudaginn 18. september. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur grunnskóla á Íslandi til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira

Útileikir

Í gær bauð nemendafélag Holtaskóla nemendum úr 1. og 2. bekk upp á útileikjaskemmtun eftir skóla. Unglingarnir kenndu krökkunum allskonar útileiki sem þeir geta svo leikið sér saman í frímínútum. Skemmtunin var virkilega vel heppnuð og skemmtu sér allir konunglega saman, bæði unglingar og nemendur úr 1. og 2. bekk.
Lesa meira

Upphaf skólaárs II

Mánudaginn 24. ágúst hefst nýtt skólaár. Hér koma nokkur skilaboð sem nauðsynlegt er að lesa yfir.
Lesa meira

Upphaf skólaárs 2020-2021

Kæru foreldrar/forráðamenn Líkt og í fyrra verður ekki hefðbundin skólasetning í Holtaskóla. Skóli hefst mánudaginn 24. ágúst. Sökum takmarkana vegna kórónuveirufaraldar biðjum við foreldra um að koma ekki með börnum sínum inn í skólann. Ef það er nauðsynlegt, þá aðeins eitt foreldri og vinsamlegast virðið tveggja metra regluna. Nemendur í 2. – 10. bekk mæta í heimastofur kl. 8.10 til umsjónarkennara sinna. Nemendur í 1. bekk mæta á sal skólans í tvennu lagi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 8.50. Við biðjum foreldra að skoða á Mentor stundaskrár nemenda og huga að t.d. íþróttum og sundi. Sama stefna er líkt og í fyrra varðandi nesti og biðjum við um að nemendur séu með grænmeti/ávexti eða brauð með hollu áleggi og vatn að drekka. Nestistíminn er ætlaður sem millibiti og gerum við ráð fyrir að allir nemendur borði staðgóðan morgunverð heima áður en haldið er í skóla.
Lesa meira