01.09.2021
Skólasetning hefur nú farið fram hjá okkur og nemendur streyma aftur í skólann eftir sumarfrí. Við viljum hvetjum starfsfólk, foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs.
Lesa meira
19.08.2021
Vegna takmarkanna verður ekki hefðbundin skólasetning í Holtaskóla. Skóli hefst mánudaginn 23. ágúst kl. 08:10. Allir bekkir byrja daginn í heimastofu hjá umsjónarkennara en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 08:50.
Lesa meira
18.08.2021
Reykjanesbær hefur mikinn áhuga á að auka þátttöku barna í íþróttum og tómstundum og hefur ákveðið að bjóða upp á frístundaakstur fyrir þau börn sem eru að taka þátt í starfi frístundaheimila í grunnskólum Reykjanesbæjar.
Lesa meira
18.06.2021
Skrifstofa Holtaskóla verður lokuð frá og með 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur mánudaginn 9. ágúst. Skóli hefst að nýju mánudaginn 23. ágúst samkvæmt skóladagatali.
Lesa meira
09.06.2021
Þann 7. júní útskrifaðist 10. bekkur Holtaskóla við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þær Ingibjörg Sara Thomas Hjörleifsdóttir og Rúna Björg Sverrisdóttir fluttu ræðu 10. bekkinga, Sigríður Bílddal náms- og starfsráðgjafi afhenti námsráðgjafarósina og Sara Cvjetkovic lék fyrir gesti á píanó.
Lesa meira
07.06.2021
Í dag var haldin vorhátíð Holtaskóla við mikla gleði bæði nemenda og starfsmanna. Veltibíllinn mætti á svæðið auk þess sem það voru hoppukastalar, sápubraut, snúsnú, sápukúlugerð, húllahringir, beltagrafa, körfubolti, hringjavitleysa, teygjutvist og settur var upp gagaball völlur.
Lesa meira
05.06.2021
Föstudaginn 4. júní fór fram hinn árlegi Holtasprettur, en þar keppa bekkir skólans sín á milli í margvíslegum þrautum. Keppt var meðal annars í pokahlaupi, boltatínslu, samstæðuspilum, prins póló, grjónakasti og brettabruni. 10. bekkur setti upp draugahús sem allir nemendur (sem vildu) fóru í gegnum.
Lesa meira
28.05.2021
Á morgun, laugardaginn 29. maí, keppir Holtaskóli í úrslitum Skólahreysti. Keppnin hefst kl. 19:45 og verður sýnt beint frá henni á RÚV.
Lesa meira
18.05.2021
Frá árinu 2018 hefur Reykjanes Geopark þróað talsmenn fyrir Reykjanes, Veröld vættanna. Markmiðið er að koma upplýsingum og fróðleik á framfæri til yngstu kynslóðarinnar. Að því tilefni var ákveðið að kynna jarðvanginn með því að gefa út barnabók og barnakort af Reykjanesi.
Lesa meira
14.05.2021
Undankeppni Skólahreystis fór fram síðastliðinn þriðjudag, 11. maí.
Lesa meira